Gámadýfingar
Gámadýfingar

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fróðleikskaffi | Gámadýfingar

Miðvikudagur 4. október 2023

Hefur þig alltaf langað til að prófa gámadýfingar en ert kannski ekki alveg viss um hvar skal byrja? Langar þig til þess að vera umhverfisvæn/n/t og spara pening samtímis? Býr í þér lúmskur spennufíkill? Hefur þú sterkar skoðanir á umhverfismálum og matarsóun? Finnst þér gaman að gramsa?

Eyrún Þóra Guðmundsdóttir og Hlynur Steinsson eru reyndir gámadýfingamenn og bjóða hér upp á kynningu á gámadýfingum (e. dumpster diving), umræður um frískápa, deilihagkerfið og vettvang fyrir ruslaáhugafólk til þess að koma saman og deila skoðunum og aðferðum. Hentar bæði fyrir byrjendur í gámadýfingum sem og lengra komna.

Boðið verður upp á léttar veitingar, beint úr gámunum!

Viðburðurinn er haldinn á íslensku.

Gámadýfingar

 

Upplýsingar um viðburðinn veitir:
Ilmur Dögg Gísladóttir, deildarstjóri í Gerðubergi
ilmur.dogg.gisladottir@reykjavik.is | 411 6170