Um þennan viðburð
Fræðakaffi | Þjóðsiðurinn að fara í sund
Sundlaugar eru lifandi almannarými sem mætti allt í senn lýsa sem félagsheimili, líkamsræktarstöð, skólastofu, leikvelli eða heilsulind. Fjallað verður um menninguna sem hefur skapast á milli fólks í sundlaugum landsins, þar sem sundgestir tengjast hver öðrum í heitu vatni á köldu landi. Gufuslæða, klór, hveravatn og passlegur skammtur af fúkkalykt í þurru pottaspjalli um sundlaugamenningu á Borgarbókasafninu.
Katrín Snorradóttir lauk MA prófi í hagnýtri þjóðfræði frá Háskóla Íslands árið 2021. Lokaverkefni hennar fjallaði um þróun og einkenni sundlaugamenningar á Íslandi og s.l. haust kom út bókin SUND með rannsóknum Katrínar og Valdimars Hafstein þjóðfræðings um þessa uppáhaldsiðju margra Íslendinga.
Nánari upplýsingar veita:
Katrín Snorradóttir, þjóðfræðingur
katsno@gmail.com | 692 0005
Sigríður Stephensen, sérfræðingur
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230