Orðspor tengdamæðra
Orðspor tengdamæðra

Um þennan viðburð

Tími
16:30 - 17:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Fræðakaffi | Tengdamömmur

Mánudagur 26. febrúar 2024

Af einhverjum ástæðum eru til ógrynni af bröndurum og skopmyndum þar sem tengdamæður eru gjarnan hafðar að háði og spotti. Þetta skemmtiefni byggir á ímynd sem margir hafa heyrt og séð: að tengdamæður séu uppáþrengjandi, yfirgangs- og afskiptasamar – sumsé býsna erfiðar manneskjur. Í erindinu verður fjallað um þetta efni, við skoðum myndefni héðan og þaðan, pælum í þessum alhæfingum út frá ýmsum hliðum og reynum að skilja hversvegna tengdamæður hafa fengið þessar hörmulegu útreið í gegnum tíðina!

 Eiríkur Valdimarsson er þjóðfræðingur að mennt frá Háskóla Íslands, Skagfirðingur í grunninn og búsettur á Hólmavík á Ströndum. Hann starfar þar sem verkefnastjóri hjá Rannsóknarsetri HÍ í þjóðfræði – Þjóðfræðistofu. Fyrir utan að þekkja aðeins ljúfar og geðgóðar tengdamæður, hefur hann stundað ýmsar rannsóknir, s.s. á alþýðulegum veðurspám, auk að rannsaka dagbækur og aðrar persónulegar heimildir fólks frá fyrri öldum.

Nánari upplýsingar veita:
Eiríkur Valdimarsson
eirikurv@hi.is | 866 3569

Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | 411 6230