Í tónlistarsmiðjunni vorið 2019
Í tónlistarsmiðjunni vorið 2019

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Tónlist
Velkomin

Söguhringur kvenna | Tónlistarsmiðja Möggu Stínu og Sigrúnar

Laugardagur 21. september 2019

*In English below

- Skráning hér/ Registration here: Tónlistarsmiðja


Alla laugardaga frá 21. september – 19. október frá kl. 13.00 - 15.30

Á þessu námskeiði býðst þátttakendum undir leiðsögn Margrétar Kristínar Blöndal (Möggu Stínu) og Sigrúnar Kristbjargar Jónsdóttur að virkja krafta sína á tónlistarsviðinu. Með söng- og ásláttaræfingum fá þátttakendur að kynnast sínum innri tónlistarmanni og einnig verða þátttakendur hvattir til að yrkja ljóð og semja við þau lög. Þátttakendur þurfa ekki að hafa stundað tónlistarnám til að geta verið með í smiðjunni. Allar konur velkomnar.

Tónlist er tungumál án landamæra og því kjörin til þess að færa fólk nær hvert öðru. Áhersla verður lögð á að styrkja kynni þátttakenda innbyrðis og að ólíkir menningarheimar mætist í leik, söng og tónlistariðkun. Afrakstur námskeiðsins verður síðan kynntur með sýningu hópsins þar sem tónverk og lögin, sem hópurinn hefur samið, verða frumflutt. Sýningin fer fram í Borgarbókasafninu Gerðubergi á Kvennafrídeginum, fimmtudaginn 24. október kl. 20.  

Kíktu á skemmtilegt myndband frá tónlistarsmiðju Söguhrings kvenna vorið 2019...

Tónlistarsmiðjan er unnið í samvinnu við Tónlistarborgina Reykjavík.

Um Söguhring kvenna
Söguhringur kvenna er vettvangur fyrir konur þvert á samfélagið til að hittast og tengjast í gegnum samveru og listræna tjáningu. Jafnframt er boðið upp á hagnýta fræðslu um menninguna og samfélagið sem við búum í. Öllum konum er velkomið að taka þátt hvenær sem er. 
Söguhringur kvenna er samvinnuverkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og W.O.M.E.N., Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Boðið er upp á tónlistarsmiðjuna í samstarfi við Tónlistarborgina Reykjavík. Dagskrá Söguhrings kvenna árið 2019 er styrkt af Velferðarráðuneytinu.

Allar nánari upplýsingar um starfsemi Söguhrings kvenna er að finna á:

https://borgarbokasafn.is/soguhringur-kvenna
og
https://www.facebook.com/soguhringur/

Nánari upplýsingar veita:

Shelagh Smith, varaformaður Samtaka kvenna af erlendum uppruna
shelagh@simnet.is | s. 696 3041

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122

____________________

Women‘s Story Circle | Music Workshop with Magga Stína & Sigrún

Reykjavík City Library | Gerduberg Culture House
Every Saturday from 21 September – 19 October at 13.00 – 15.30

In this workshop, the creative talents of the participants will be ignited by Margrét Kristín Blöndal (Magga Stína) and Sigrún Kristbjörg Jónsdóttir.  Through singing and percussion exercises, the participants will discover their inner musician and will also be encouraged to write poems and compose songs. All women are welcome to join in! No musical background needed.

Music is language without borders and therefore it is a perfect medium for bringing people together. Emphasis will be placed on strengthening the bonds amongst the participants within the group and getting different cultures to meet through acting, singing and music.  The end result of this workshop will be revealed in a final concert where the compositions and songs created by the group, will be premiered. The concert will be held at Gerðuberg City Library on Women's Day Off "Kvennafrídagur", 24th October at 20:00.

Take a look at the video from the Story Circle's last music workshop in april 2019...

This music workshop is a collaborative project with Music City Reykjavík.

The Women‘s Story Circle is a platform for women from all walks of life to meet and connect by coming together and expressing through various art forms. At the same time we also provide information about the culture and society in which we live. All women are welcome to participate at any time. 
The Women’s Story Circle is a cooperation between Reykjavik City Library and W.O.M.E.N in Iceland. The Music Workshop is a co-operative project with Reykjavik Music Accelerator.  The program for 2019 is funded by The Ministry of Welfare.

All information about the activities of The Women‘s Story Circle on the website:

https://borgarbokasafn.is/soguhringur-kvenna
and
https://www.facebook.com/soguhringur/

For further information:

Shelagh Smith, vice-chair for W.O.M.E.N in Iceland
shelagh@simnet.is | tel. 696 3041

Dögg Sigmarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar
dogg.sigmarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6122