Um þennan viðburð

Tími
17:30 - 19:00
Verð
Frítt
Staður
Borgarbókasafnið Sólheimum
Sólheimar 27
104 Reykjavík
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Lífsstílskaffi | Á réttri hillu

Fimmtudagur 12. september 2019

Virpi Jokinen, vottaður skipuleggjandi, verður með fyrirlestur í Sólheimasafni 12. september næstkomandi kl. 17:30.

Við erum sífellt að takast á við breyttar aðstæður; börn fæðast, unglingar flytja að heiman, hjón skilja, nákomnir deyja. Öllum þessum breytingum fylgja gamlir og nýir hlutir. Er heimili þitt griðastaður eða óyfirstíganlegt verkefni alls konar hluta? 

Virpi Jokinen lauk námskeiði fyrir vottaða skipuleggjendur í Helsinki í nóvember 2018 og er fyrsti starfandi vottaði skipuleggjandinn á Íslandi, en enska starfsheitið er „Professional Organizer“. Virpi rekur sitt eigið fyrirtæki, Á réttri hillu – skipulagsaðstoð fyrir einstaklinga og minni fyrirtæki.