Kári Pálsson
Kári Pálsson

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir

Fróðleikskaffi | Blótsteinar

Sunnudagur 10. mars 2019

Til eru frásagnir af íslenskum blótsteinum sem menn hafa tengt við blót heiðinna manna fyrir kristnitöku. Í íslenskum fornbókmenntum koma iðulega frásagnir af heiðnum mönnum sem stunduðu slík blót sem trúarlega iðkun.

Kári Pálsson lauk nýverið við lokaritgerð í þjóðfræði við Háskóla Íslands um blót og slíkar athafnir. Kári mun fræða okkur um hvað felst í hugtakinu blót og hvernig slíkar athafnir virðast hafa farið fram, með tilliti til íslenskra fornbókmennta og fornleifa. Saga blótsteinanna verður rakin og athugað hvernig og undir hvaða kringumstæðum þeir fengu slíka nafnbót.

Á Borgarbókasafninu í Grófinni er nú uppi sýningin Ertu alveg viss? | Stutt innlit í Brennu-Njáls sögu þar sem unnið er með skömm og heiður í Njálu með nýstárlegri tækni og myndlist. Sýningin er samstarfsverkefnið Borgarbókasafnsins, Gagarín og Kristínar Rögnu Gunnarsdóttir. Hægt verður að skoða sýninguna fyrir og eftir Fróðleikskaffið. 

Frekari upplýsingar veitir: 

Guðrún Baldvinsdóttir
gudrun.baldvinsdottir@reykjavik.is
S: 661-6178 

 

Merki