Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður
Tæknikaffi | Hljóðbækur fyrir alla
Fimmtudagur 10. október 2019
Er bókalistinn þinn orðinn langur? Hví ekki að hlusta á bækur á meðan þú sinnir daglegum störfum eða einfaldlega lokar augunum og nýtur!
Hljóðbækur og rafbækur hafa verið að sækja í sig veðrið upp á síðkastið og er úrval íslenskra og erlendra raf- og hljóðbóka á netinu orðið feykigott. Hrönn Traustadóttir kennari kemur í Tæknikaffið og sýnir okkur hvernig er best að nálgast stafrænar bækur á netinu á sem einfaldastan máta. Við mælum með að taka snjalltækin með til að auðvelda leiðsögn.
Hrönn er kennari í listsköpun og hönnun í Tækniskólanum og hefur mikla þekkingu á samfélagsmiðlum og tölvu- og tæknitengdum efnum.
Verið öll velkomin, enginn aðgangseyrir.
Umsjón:
Þorbjörg Karlsdóttir
thorbjorg.karlsdottir@reykjavik.is