hús sýslumannsins í hafnarfirði

Um þennan viðburð

Tími
17:15 - 18:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Fræðsla
Kaffistundir
Spjall og umræður

Fluttir, færðir og niðursettir

Mánudagur 30. september 2019

Að verða niðursetningur var eitthvað sem Íslendingar vildu komast hjá í lengstu lög, þar sem fólk færðist með því út á jaðar samfélagsins. Einstaklingurinn var þá upp á sveitunga sína kominn með framfærslu og meðferðin gat verið æði misjöfn. Í öllum höfuðdráttum var fátækraframfærsla í landinu óbreytt allt frá gildistöku Jónsbókarlaga árið 1281 og fram til 1834 er ný reglugerð um fátækramálefni var lögtekin.

Í erindinu verður sjónum beint að ómögum sem manntalið 1703 greinir frá en þessi hópur var þá 15,1 % allra landsmanna. Greint verður frá því hvernig þessi hópur var samsettur ásamt því að skoðuð verða dæmi um fyrirkomulag hreppa á framfærslu ómaga á þessum tíma.

Sigríður Hjördís Jörundsdóttir er doktorsnemi í sagnfræði við Háskóla Íslands og er staða niðursetninga fyrr á tíð meðal rannsóknarefna hennar.

Aðgangur ókeypis, öll velkomin!