Um þennan viðburð

Tími
15:00 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Föndur
Tungumál

Lopi og Orð

Sunnudagur 16. nóvember 2025

Langar þig að hitta aðra prjónaáhugamenn og æfa þig í íslensku í afslappaðri stemningu? Ert þú íslenskumælandi sem elskar handverk, vilt hitta nýtt fólk og deila prjónaþekkingu þinni með öðrum? Hér geturðu deilt sögum, ráðum og hitt fólk á meðan þú efla tungumálakunnáttu þína! 

Lopi og Orð er notaleg samkoma þar sem allir sem hafa gaman af handverki eins og prjóni, hekli eða sauma og hafa grunnþekkingu í íslensku eru velkomnir. Hugmyndin á bak við viðburðinn er að skapa rými þar sem íslenskunemendur geta æft sig í færni sinni og tengst íslenska menningu í afslappaðri og notalegri stemningu. 

Þó að enska sé leyfð er íslenska sem aðal samskiptaleið mjög hvött fyrir þátttakendur á öllum stigum, eða að minnsta kosti stöðuga notkun á íslenskum orðum. Á sama hátt er gert ráð fyrir að þátttakendur sýni þolinmæði við þá sem eru enn að þróast í íslensku en eru að gera sitt besta. 

Við munum hafa kaffi og snarl fyrir alla, svo og prjónauppskriftir og orðaforðablað. 

Við hittumst alla sunnudaga frá kl. 15:00 til 16:30 á annarri hæð Grófarinnar - Borgarbókasafnsins frá 16. nóvember til 14. desember 2025.

Íslenskumælandi eru einnig hvattir til að vera með okkur, spjalla við þátttakendur og deila prjónaþekkingu sinni með öðrum. 

Viðburðu á Facebook

 

Þessi viðburður er á vegum Huldumáls, félag stúdenta í Íslensku sem öðru máli.

Hafa samband við: huldumal@hi.is

Fyrirvari: Allir textarnir eru þýddir af nemendunum í Íslensku sem öðru mál, ef eitthvað er óljóst eða ekki skynsamlegt endilega sendið okkur tölvupóst eða lesið upplýsingar á ensku.