upcycled seed pouches

Um þennan viðburð

Tími
16:00 - 18:00
Verð
Frítt
Föndur

Fræsöfnun + fræpokagerð

Þriðjudagur 16. janúar 2024

Við þurfum hjálp þína við að setja af stað fræsafnið okkar! Átt þú afgangsfræ heima sem þú gætir hugsað þér að gefa nýja fræsafninu okkar? Eða hefurðu tíma til að hjálpa okkur að búa til fræpoka úr gömlum garðyrkjubókum? Eða kannski hvort tveggja? Komdu og fáðu þér tesopa, kaffi, nasl og föndrum meðal fræjanna!

Fræsöfn eru að verða algeng bókasafnsauðlind og hafa reynst vera góð leið til að sameina samfélagið með garðyrkju. Við hvetjum einstaklinga og félagasamtök til að gefa afangsfræ til að stofnsetja nýja fræsafnið. Fólk í nærsamfélaginu getur komið og fengið fræ úr skúffunum þegar þeim hentar og er jafnframt hvatt til að fylla á safnið með fræjum úr eigin plöntum, þegar þær þroskast.

Kemstu ekki á viðburðinn? Við tökum gjarnan á móti fræjum í afgreiðslunni á öllum söfnum Borgarbókasafnsins. Munið að merkja. Takk!

Allt um Fræsafnið og tengda viðburði...

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, sérfræðingur í fjölmenningarmálum
martyna.karolina.daniel@reykjavik.is