Liðnir viðburðir
100 ára afmæli | Bókamerkjagerð
Sunnudagur 16. apríl 2023
Í tilefni af 100 ára afmæli Borgarbókasafnsins bjóðum við upp á bókamerkjagerð með myndlistarkonunni Kristínu Arngímsdóttur.
Lærum að klippa, líma, flétta og föndra falleg bókamerki fyrir komandi ljúfar lestarstundir.
Kristín Arngrímsdóttir er þekkt fyrir einstaklega fallegar klippimyndir af blómafléttum og -sveigum og barnabækurnar um Arngrím apaskott.
Allir eru velkomnir í notalega, skapandi samverustund í safninu.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í Borgarbókasafninu Árbæ.
Smellið hér til að skoða afmælisdagskrána í öllum söfnum okkar helgina 15. og 16. apríl.
Nánari upplýsingar veitir:
Katrín Guðmundsdóttir, deildarstjóri
katrin.gudmundsdottir@reykjavik.is | 411 6250