
Um þennan viðburð
Vetrarfrí | Roblox smiðja | FULLBÓKAÐ
Kennarar frá Skema mæta á bókasafnið og kenna okkur grunninn í Roblox Studio, forritunarumhverfi Roblox. Við lærum að búa til einfalda leiki og prófum að forrita með Lua forritunartungumálinu. Markmið smiðjunnar er að veita þátttakendum þekkingu og verkfæri til þess að halda áfram heima.
Námskeiðið er ókeypis en plássið takmarkað og því er skráning nauðsynleg.
Ef þið eruð búin að skrá ykkur en komist ekki á námskeiðið, þá er nauðsynlegt að afskrá sig svo að næsti sem bíður eftir plássi komist að.
Kíktu á heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins eða á vef Reykjavíkurborgar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá í vetrarfríinu.
Nánari upplýsingar veitir:
Ástrún Friðbjörnsdóttir, sérfræðingur
astrun.fridbjornsdottir@reykjavik.is | s: 411 6230