Krakkar í Grófinni

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Uppskeruhátíð sumarlesturs

Laugardagur 31. ágúst 2019

Fljúgðu á vit ævintýranna og lentu í uppskeruhátíð á Borgarbókasafninu í Grófinni!

Nú kveðjum við sumarlesturinn með stæl, skemmtum okkur saman og fögnum góðum lestrarárangri þátttakenda.

Allir krakkar sem tóku þátt í sumarlestrinum eru hvattir til að mæta því dregið verður úr öllum þátttökuseðlum sumarsins!

Sigyn Blöndal skemmtir og tilkynnir vinningshafa og Bergrún Íris rithöfundur les fyrir okkur.

Komið og fagnið með okkur, verið öll velkomin!