Svakalega sögusmiðjan

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Liðnir viðburðir

Svakalega sögusmiðjan

Þriðjudagur 5. september 2023

Svakalega sögusmiðjan er skapandi klúbbur fyrir krakka sem vilja skrifa og/eða teikna og búa til sögur. 

  • Lærðu að fá hugmyndir og setja þær niður á blað.
  • Lærðu að segja fyndnar og spennandi sögur með orðum og myndum.
  • Hittu fleiri krakka sem hafa sama áhugamál.

Skráning fer fram á vala.sumar.is, frá og með 15. ágúst

a. Smiðjan er opið og skapandi rými fyrir krakka þar sem lögð eru fram verkefni en þátttakendum er frjálst að vinna úr þeim á sinn hátt. Tilgangurinn er fyrst og fremst að þátttakendur njóti þess að skapa og læri um leið fjölbreyttar leiðir til að semja sögur. Valdar myndir, sögur og textar koma svo út í tímariti sem kemur út í lok annarinnar með tilheyrandi útgáfupartýi.
Við hittumst sjö sinnum á önninni:
5. sept., 19. sept., 3. okt., 17. okt., 31. okt., 14. nóv. og 28. nóv.

Leiðbeinendur:

Eva Rún Þorgeirsdóttir er rithöfundur og skrifar bækur og handrit að sjónvarpsefni fyrir krakka. Hún hefur skrifað bækurnar um jólasveininn Stúf, spennuseríuna um Lukku og hugmyndavélina og hugleiðslubókina Ró. Hún hefur auk þess unnið sem handritshöfundur og framleiðandi sjónvarpsþátta á KrakkaRÚV. 
Eva Rún hlaut Edduna 2021 í flokknum Barna- og unglingaefni ársins fyrir Stundina okkar og hlaut einnig Íslensku hljóðbókaverðlaunin 2022 í flokki barna og ungmennabóka fyrir hljóðbókina Sögur fyrir svefninn.

Blær Guðmundsdóttir er teiknari, barnabókahöfundur og grafískur hönnuður. Hún hefur myndlýst fjölda barnabóka þ.á.m. bækurnar um Stúf. Árið 2019 sendi hún frá sér sína fyrstu frumsömdu bók, Sipp, Sippsippanipp og Sippsippanippsippsúrumsipp – systurnar sem ætluðu sko ekki að giftast prinsum.
Blær vann FÍT-verðlaunin 2020 fyrir þessa frumraun sína og hlaut einnig tilnefningu til Barnabókaverðlauna Reykjavíkurborgar í flokki myndlýstra bóka.

Svakalega sögusmiðjan hefur hlotið styrki úr Barnamenningarsjóði og Bókasafnasjóði.

Nánari upplýsingar um klúbbinn veitir:
Guðrún Elísa Ragnarsdóttir, sérfræðingur
gudrun.elisa.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6145

Merki