Sumarsmiðjur 2019
Sumarsmiðjur 2019

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Skráning og þátttaka
Börn

Sumarsmiðjur fyrir 9-12 ára | Skapandi Skrif

Þriðjudagur 11. júní 2019 - Föstudagur 14. júní 2019

Bergrún Íris Sævarsdóttir verður smiðjustjóri í smiðju í skapandi skrifum fyrir 9-12 ára á Borgarbókasafninu í Spöng, milli klukkan 13:00 og 15:30 þriðjudag til föstudags 11.-14. júní.

Á sumrin er mikilvægt að viðhalda lestrar- og bókaáhuga. Með námskeiði í skapandi skrifum hjá Borgarbókasafninu er áhuginn tendraður og gerður að báli. Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris Sævarsdóttir hefur sérstakt lag á að vinna með börnum á öllum aldri. Hún hefur haldið fjölda námskeiða og fyrirlestra, skrifað sex bækur og myndskreytt tugi bóka sem margar hafa slegið í gegn.

Á námskeiðinu fer Bergrún með krökkunum í stórskemmtilegt ferðalag um ævintýraheim bókagerðar. Kafað er í hugmyndaleit, persónusköpun og myndstiklugerð og beinagrind að sögu verður til.

Í lok námskeiðs fer hver þátttakandi heim með handgerða bók sem sýnir vel styrkleika og persónuleika hvers barns þar sem það stígur sín fyrstu skref sem rithöfundur.

Skráning hér 

Fleiri smiðjur verða í boði á öðrum söfnum Borgarbókasafnsins þessa daga, hér má sjá yfirlit yfir þær.

Nánari upplýsingar:
sigrun.antonsdottir@reykjavik.is og
herdis.anna.fridfinnsdottir@reykjavik.is