Stuttmyndagerð
Stuttmyndagerð

Um þennan viðburð

Tími
12:15 - 14:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Stuttmyndahandritagerð í Árbæ | FULLBÓKAÐ

Sunnudagur 20. október 2019

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa handrit fyrir stuttmyndir undir leiðsögn Gunnars Arnar Arnórssonar. Smiðjan er tvö skipti, 1:45 tímar í senn. Afrakstur námskeiðsins verður fullbúið stuttmyndhandrit sem börnin geta sent í samkeppni til KrakkaRÚV sem velur bestu handritin til framleiðslu og sýningar í sjónvarpinu. Besta stuttmyndin verður svo verðlaunuð á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.

 

Gunnar Örn Arnórsson útskrifaðist frá kvikmyndaskóla Íslands á handrits- og leikstjórnarbraut og hefur skrifað handrit að fjórum stuttmyndum, gert kynningarmyndband fyrir sjónvarpsþátt, kvikmynd í fullri lengd og skrifað handrit að minni leikverkum. Gunnar hefur leikstýrt þremur stuttmyndum og framleitt aðrar fimm. Einnig hefur hann sjálfur leikið í hátt að tíu stuttmyndum og hefur því komið að flestum þáttum þess sem þarf til að skapa stuttmynd.

 

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.
 

SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ.

Ókeypis þátttaka. Skráning hér.

Tímasetningar:
20. október og 10. nóvember
kl. 12:15-14

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 4116146

Merki