I am Jazz
I am Jazz

Um þennan viðburð

Tími
14:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Sögustund | I am Jazz – saga trans stelpu

Laugardagur 7. desember 2019

Síðan Jazz var tveggja ára vissi hún að hún væri með stelpuheila í strákalíkama. Bókin I am Jazz er falleg og hreinskilin transstelpu saga byggð á sannri sögu. Bókin er ríkulega myndskreytt og hentar sagan fyrir breiðan aldurshóp.


Söguna les Birna Björg Guðmundsdóttir móðir 8 ára trans stelpu og er einn stofnenda Trans Vina – Hagsmunasamtök foreldra og aðstandenda trans barna og ungmenna á Íslandi. Sögustundin er hluti af samstilltu átaki foreldra trans barna en í vikunni munu foreldrar trans barna um allan heim lesa bækur um trans málefni á bókasöfnum til þess að vekja athygli og auka skilning á málefnum trans barna.

Viðburðurinn á facebook.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6100