Mynd af smiðjustjóra tónlistarsmiðjunar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Börn

Sögur | Tónlistarsmiðja fyrir 9-12 ára

Sunnudagur 4. október 2020

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. 

Sjá nánar HÉR.

Staðsetning: Verkstæðið, 5. hæð.

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að búa til sitt eigið lag undir leiðsögn Jóhannesar Ágústs. Námskeiðið er þrjú skipti, sunnudagana 4. 11. og 18. október.

Dagskrá:

  • 4. október:  Farið er yfir grunn í tónlistar- og textagerð og í hugmyndavinnu. (13:00-15:00)
  • 11. október:  Börnin vinna að tónlist sinni í minni hópum (1 tími  einhvern tíma á milli 13:00-16:30)
  • 18. október: Börnin leggja lokahönd á lagið sitt og undirbúa það til sendingar í samkeppni Sagna (1 tími einhvern tíma á milli 13:00-16:30)

Í lok námskeiðsins eru börnin hvött til þess að taka þátt í samkeppni Sagna. Eftir áramót verða þrjú lög valin og þau börn tækifæri að fullvinna lagið sitt með pródúsent og tónlistarmönnum. Lögin þrjú verða flutt á verðlaunahátíð Sagna næsta vor í beinni útsendingu á RÚV. Það er því til mikils að vinna!

Vinningslög Sagna 2020

 Jóhannes Ágúst er nýlega útskrifaður úr B.A. námi í lagaskrifum og pródúseringu við Linnéuniversitet í Svíþjóð og starfar við tónlistargerð á Íslandi.

Viðburður á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6146