Stuttmyndagerð
Stuttmyndagerð

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Sögur | Stuttmyndahandritagerð 9-12 ára

Laugardagur 16. janúar 2021

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. 

Sjá nánar HÉR.

Hámarksfjöldi þátttakenda: 10 - SMIÐJAN ER FULLBÓKUÐ!

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa handrit fyrir stuttmyndir undir leiðsögn Nönnu Kristínar Magnúsdóttur. Fyrst koma börnin á tveggja tíma námskeið þar sem Nanna Kristín fer í undirstöðuatriðin í handritagerð og kennir skemmtilegar leiðir við að finna innblástur. Í námskeiðinu er innifalin endurgjöf frá smiðjustjóra. Börnin geta sent stuttmyndahandritið sem þau skrifa eftir námskeiðið til smiðjustjóra og fengið endurgjöf á lokametrunum.

Afrakstur námskeiðsins verður stuttmyndhandrit og hvetjum við börnin til að senda inn í samkeppni til KrakkaRÚV sem velur bestu handritin til framleiðslu og sýningar í sjónvarpinu. Besta stuttmyndin verður svo verðlaunuð á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.

Nanna Kristín Magnúsdóttir er menntuð leikkona og lauk námi í handritagerð frá Vancouver Film School árið 2014. Hún hefur viðamikla reynslu sem leikkona, leikstjóri, kvikmyndaframleiðandi og handritshöfundur.

Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 4116146