
Um þennan viðburð
SÖGUR | Stuttmyndahandritagerð
Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum að læra að skrifa handrit fyrir stuttmyndir undir leiðsögn Leu Ævarsdóttur.
Námskeiðið er tvö skipti, sunnudagana 6. og 20. nóvember
Skráning fer fram á sumar.vala.is
Dagskrá:
- 6.nóvmeber: Lea fer yfir undirstöðuatriðin í handritagerð og kennir þeim skemmtilegar leiðir við að finna innblástur.
- Milli námskeiða vinna börnin áfram með sitt stuttmyndahandrit
- 20. nóvember: Lea leiðbeinir áfram í handritagerð og börnin leggja lokahönd á verkið.
Afrakstur námskeiðsins verður stuttmyndhandrit og hvetjum við börnin til að senda inn í samkeppni til KrakkaRÚV sem velur bestu handritin til framleiðslu og sýningar í sjónvarpinu. Besta stuttmyndin verður svo verðlaunuð á stóru verðlaunahátíðinni næsta vor í beinni útsendingu á RÚV.
Lea Ævarsdóttir er kvikmyndaframleiðandi, handritshöfundur og hátíðarstjóri. Hún útskrifaðist frá New York Film Academy árið 2016 með MFA í sjónvarps-og kvikmyndaframleiðslu. Alla tíð síðan hefur hún verið að framleiða og skrifa handrit og finnst einstaklega gaman að horfa á góða kvikmyndir og þætti. Lea á 2 börn og er mjög mikið fyrir að hreyfa sig í ræktinni og útí í náttúrunni.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146