Herra blýantur | Litadagur og grímubúningar
Herra blýantur | Litadagur og grímubúningar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Litadagur og grímubúningar

Laugardagur 15. desember 2018

Í tilefni af útgáfu bókarinnar Herra Blýantur - Litadýrð

Herra Blýantur - Litadýrð er fyrsta bók Veróníku Bjarkar Gunnarsdóttur, en hún hélt litríkt bókahóf á Borgarbókasafninu í Spöng fyrr á árinu af því tilefni.

​Laugardaginn 15. desember gefst börnum og fjölskyldum þeirra færi á að lita myndir með teikningum Veróníku af Herra Blýanti.

Herra blýantur er sérfræðingur í öllum litum regnbogans og honum er ekkert dýrmætara en að geta kennt krökkum á öllum aldri um litina.

Bókin verður til sölu staðnum fyrir þá sem vilja næla sér í eintak.

Allir eru hjartanlega velkomnir í hófið og verður kaffi á könnunni ásamt djúsi og piparkökum í boði. Einnig geta yngstu gestirnir brugðið sér í búninga af ýmsu tagi. 

Herra blýantur hlakkar til að sjá sem flesta á þessum skemmtilega og litríka degi.

Nánari upplýsingar veita:

Sigrún Antonsdóttir deildarbókavörður
sigrun.antonsdottir @ reykjavik.is 
​Sími: 411 6230 og 411 6237

Veróníka Björk Gunnarsdóttir
Sími: 695 4966
https://www.facebook.com/Herra-blýantur-og-litadýrð-176519649628606/

Bækur og annað efni