Lestrarkósí - Jólasveinarannsóknin

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Börn

Lestrarkósí | Bókaklúbbur

Miðvikudagur 20. september 2023

Klúbburinn er í boði í Borgarbókasafninu Kringlunni annan hvern miðvikudag frá kl. 14:30-15:30.

Komdu og kynnstu ævintýraheimi bókanna í notalegri stemningu með lestri, spjalli, grúski og föndri. Í bókaklúbbnum leggjum við mikla áherslu á notalegheit og byrjar hver klúbbur á nestisstund meðan börnin hlusta á kafla dagsins. Klúbburinn hentar bæði lestrarhestum og þeim sem finnst notalegt að láta lesa fyrir sig.

Skráning fer fram á vala.sumar.is, frá og með 15. ágúst.

Haustönn 2023 ætlum við að koma okkur í jólagírinn á undan IKEA. Við lesum, rannsökum og vinnum með bókina Jólasveinarannsóknin eftir Benný Sif Ísleifsdóttur. Í bókinni reyna Baldur, Elías og Hjörtur að komast að hvort jólasveinar séu til í alvörunni. Vopnaðir spjaldtölvum, vasaljósum, reglustiku, jólaseríu og einum apa hefjast vinirnir handa. Hverju komast þeir að?

Við hittumst sex sinnum á önninni:
20. sept., 27. sept., 18. okt., 1. nóv., 15. nóv. og 29. nóv.

Leiðbeinandi er: Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarf
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6146

Merki