Hrollur | ritsmiðja

Um þennan viðburð

Tími
14:00
Verð
Frítt
Hópur
Unglingar
Börn

Hrollur | ritsmiðja

Þriðjudagur 30. október 2018

Draugasögur, skrímslaslímsögur, hrikalegar hrollvekjur og annað ógnvænlegt er nauðsynlegur undirbúningur hrekkjavökunnar.
Leiðbeinandi er Markús Már Efraím.

Markús Már Efraím hefur unnið með krökkum síðan hann var næstum því krakki sjálfur og hefur undanfarin ár leiðbeint börnum í skapandi skrifum við frístundaheimili, skóla og söfn borgarinnar. Markús er líka mikill aðdáandi hrollvekja og árið 2015 ritstýrði hann og gaf út hrollvekjusafnið Eitthvað illt á leiðinni er, sem skrifað var af 8-9 ára nemendum hans og hlaut m.a. tvær tilnefningar til Barnabókaverðlauna Reykjavíkur.

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
Netfang: ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
Sími: 411 6100

Merki