Hrekkjavökuhaustfrí
Hrekkjavökuhaustfrí

Um þennan viðburð

Tími
10:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Haustfrí I Föndur, ratleikur, getraun og fleira í Spöng

Mánudagur 28. október 2019

Í haustfríi grunnskólanna að hausti 24.-28. október verður margt í boði á Borgarbókasafninu í Spöng. Það verður hræðileg stemmning þegar hrekkjavakan (allra heilagra messa, dagur hinna dauðu) yfirtekur safnið.

Fimmtudaginn 24. okt. kl. 11:00-11:15 verður draugasögustund inni í listasalnum á 1. hæð.

Föstudaginn 25. okt. kl. 11:30-12:15 verður hrekkjavökujazz fyrir krakka í unglingadeildinni á 1. hæð.

Laugardaginn 26. okt. kl. 13:00-15:00 verður smiðja við að mála ætar sætar höfuðkúpur að sið Mexíkóbúa í unglingadeildinni á 1. hæð.

Mánudaginn 28. okt. kl. 10:00-15:00 verður hrekkjavökuperl þar sem hægt verður að perla ýmsan hrylling í unglingadeildinni á 1. hæð.

Allan tíman verður Harry Potter ratleikur í gangi, auk getraunar, það verður hægt að lita og teikna skelfilegar myndir, klæða sig í grímubúninga, föndra leðurblökur og svo verður - eins og alltaf - hægt að spila, leika og lesa.

Enginn aðgangseyrir, engin skráning og þið eruð öll velkomin.

Frekari upplýsingar veitir:
Sigrún Antonsdóttir, deildarbókavörður
Netfang: sigrun.antonsdottir@reykjavik.is
Sími: 411-6230

- - - English on Facebook event - - -

Merki