Nornasaga í bókaklúbbnum Lestrarkósí

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Börn

FULLT Lestrarkósí | Bókaklúbbur

Miðvikudagur 21. september 2022

Komdu og kynnstu ævintýraheimi bókanna í notalegri stemningu með lestri, spjalli, grúski og föndri. Í klúbbnum fáum við skemmtilegar heimsóknir frá rithöfundum eða teiknurum þeirra bóka sem við lesum og fáum tækifæri til að kynnast bókunum og sögunum enn frekar. Kúbburinn hentar bæði lestrarhestum og þeim sem finnst notalegt að láta lesa fyrir sig.

Klúbburinn hittist annnan hvern miðvikudag kl. 14:30-15:30 og er fyrsti hittingur 21. september.

Skráning er hafin á sumar.vala.is

Haustönn 2022 lesum við og vinnum með bókina Nornasaga - Hrekkjavaka eftir Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur. Katla opnar óvart galdragátt á hrekkjavökunni.
Ævaforn norn, Gullveig að nafni, smýgur í gegn, uppfull af hefndarþorsta. Þetta er æsispennandi saga með vísunum í norrænu goðafræðina og er bókin ríkulega myndskreytt.

Viðburður á facebook.

 

Leiðbeinandi er:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6146

Merki