Smiðjur Sagna
Smiðjur Sagna

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 16:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn
Fræðsla

FRESTAÐ Sögur | Ritsmiðja fyrir 9-12 ára

Sunnudagur 11. október 2020

Vinsamlegast athugið að ritsmiðjunni hefur verið frestað til 21. nóvember n.k.

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. 

Sjá nánar HÉR.

Staðsetning: Gerðubergi, Bakki - 2. hæð.

Borgarbókasafnið í samstarfi við Sögur- Verðlaunahátíð barnanna býður börnum frá aldrinum 9-12 ára að læra að skrifa smásögu undir leiðsögn Arndísar Þórarinsdóttur rithöfundar. Fyrst koma börnin á tveggja tíma námskeið þar sem Arndís fer yfir undirstöðuatriðin í smásagnagerð og kennir skemmtilegar leiðir við að finna innblástur. Í námskeiðinu er innifalin endurgjöf frá smiðjustjóra. Börnin geta sent smásöguna sem þau skrifa eftir námskeiðið til smiðjustjóra og fengið endurgjöf á lokametrunum.

Börnin verða hvött til að senda inn sína smásögu í samkeppni Sagna á vef KrakkaRÚV. Fimmtíu smásögur verða svo valdar af dómnefnd í rafbókina Risastórar smásögur sem Menntamálastofnun gefur út. Tveir höfundar fá verðlaun á verðlaunahátíð Sagna næsta vor. Hátíðin verður sýnd í beinni útsendingu á RÚV. 

Arndís Þórarinsdóttir er annar höfundur verðlaunabókarinnar Blokkin á heimsenda. Þá hefur hún skrifað barnabækurnar Nærbuxnanjósnararnir, Nærbuxnaverksmiðjan Játningar mjólkurfernuskálds og fleiri bækur. Hún er þýðandi Hulduheima-bókaflokksins og er vön að kenna bæði börnum og fullorðnum sagnagerð. Arndís er bókmenntafræðingur með meistarapróf í ritlist. 


Nánari upplýsingar um verkefnið er að finna á vef Sagna.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | s. 411 6146