
Um þennan viðburð
Tími
          11:00 - 16:00
          Verð
        Frítt
        Staður
    Harpa - Tónlistar- og ráðstefnuhús, Norðurbryggja
Austurbakki 2
101 Reykjavík
Börn
          Föndur
          Tónlist
      Big Bang í Hörpu | Kósíhorn Borgarbókasafnsins
Fimmtudagur 24. apríl 2025
      Notalegt afdrep á fjörugri tónlistarhátíð fyrir börn og fjölskyldur
Borgarbókasafnið býður ykkur velkomin í notalega bóka- og föndurhornið á Norðurbryggju á Big Bang tónlistarhátíð í Hörpu á sumardaginn fyrsta. Þar verður hlýleg og róleg stemning þar sem fjölskyldum gefst tækifæri til að slappa af milli dagskrárliða, glugga í bækur og föndra í rólegheitunum. Í kósýhorninu verður boðið upp á tónlistartengt föndur með barnabókavörðum Borgarbókasafnsins.
Skapandi smiðjur kl. 13:00-16:00
- Hljóðfærabókamerki
 - Litríkar hristur
 - Big Bang litabókamyndir
 
Nánari upplýsingar veitir: 
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 4116146