Barnamenningarhátíð | Sýning | Stórir draumar - lítil skref
Verið velkomin á þátttökusýningu sem byggir á draumum barna úr Melaskóla.
Á sýningunni verður risastórt Íslandskort þar sem börnin hafa sett inn drauma sína, bæði stóra og smáa fyrir framtíðina. Hver rödd skiptir máli og mikilvægt að draumar okkar allra fái að heyrast til að móta betri framtíð.
Sem innblástur munu börnin vinna undir handleiðslu Kristínar Vilhjálmsdóttur með heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna og bækur úr bókaflokkinum Litla fólkið og stóru draumarnir sem fjalla um framúrskarandi einstaklinga sem hafa haft jákvæð áhrif á heiminn.
Yfir barnamenningarhátíð eru gestir svo hvattir til að skrifa niður sína drauma sem bætt verður jafnóðum við sýninguna. Í Ævintýrahöllinni verður boðið upp á sérstaka smiðju þar sem þátttakendur geta bætt sínum draumum um framtíðina við verkið.
Vika 17 (21. - 27. apríl) er alþjóðleg vika Heimsmarkmiðanna á bókasöfnum.
Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146