Kastalar
Kastalar

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Börn

Barnamenningarhátíð | Leiksýning og kastalagerð

Sunnudagur 14. apríl 2019

Leikritið Tónlistarmennirnir frá Bremen verður sýnt á Barnamenningarhátíð í Grófinni. Það eru börn frá Litháíska skólanum sem sýna en skólinn leggur mikla áherslu á skapandi starf og fjörugt ímyndunarafl í starfi sínu. 

Litháíski skólinn ætlar einnig að bjóða upp á kastalagerð fyrir alla krakka þar sem verða búnir til allskonar kastalar úr leir, karton og pappír. Í Litháen eru margir kastalar og allir krakkar þekkja einhverja kastala sem tengjast spennandi ævintýrum. Þá verður einnig boðið upp á stuttmyndagerð þar sem börnin geta búið til ný kastalaævintýri.

Nánari upplýsingar:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is
s. 411-6100