Borðspil
Borðspil

Um þennan viðburð

Tími
13:00 - 16:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Tungumál
Íslenska
Börn

Barnamenningarhátíð | Emoji-kviss og Spilavinir

Laugardagur 12. apríl 2025

Komið og keppið í emoji-kvissi með bókaþema í tilefni Barnamenningarhátíðar. Spilavinir mæta í kjölfarið og bjóða upp á  spilakennslu.
Emoji-kviss er skemmtileg spurningakeppni þar sem birtar eru myndir á skjá með tjáknum, sem er íslenska heitið yfir Emoji. Hvert lið skrifar niður svör sín um hvaða bókatitil er að ræða. Til að mynda er svarið við þessari spurningu sagan um grísina þrjá.
Grísirnir þrír

Miðað er við eitt til þrjú börn í hverju liði og það er velkomið að hafa einhvern fullorðinn með til stuðnings, sérstaklega fyrir börn 11 ára eða yngri.
Gert verður stutt hlé eftir að spurningar eru bornar upp á meðan viðburðahaldarar fara yfir svarblöðin. Á meðan er tilvalið að kíkja á bækur eða spil og og fá sér kaffibolla. Spurningakeppninni lýkur kl. 14 og þá mæta Spilavinir á svæðið og bjóða upp á spilakennslu.

Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og fyrsta flokks vinningar í boði fyrir þau sem lenda í efstu sætunum!
 

Viðburður á Facebook

Kíktu á  heildaryfirlit viðburða Borgarbókasafnsins  eða  á vef Barnamenningarhátíðar þar sem einnig er aðgengilegt yfirlit yfir fjölbreytta dagskrá á Barnamenningarhátíð

 

Nánari upplýsingar veita:
Brynhildur Lea Ragnarsdóttir, barnabókavörður
brynhildur.lea.ragnarsdottir@reykjavik.is | 411 6200

Hólmfríður María Bjarnardóttir, sérfræðingur
holmfridur.maria.bjarnardottir@reykjavik.is | 411 6202