börn

Um þennan viðburð

Tími
15:30 - 17:00
Verð
Frítt
Tungumál
Mörg tungumál
Börn

Að búa til bókina sem ég vildi að ég ætti

Laugardagur 29. nóvember 2025

Í þessari vinnustofu fyrir fjölskyldur munum við búa til litlar bækur til að kanna efni, sögur og spurningar sem skipta okkur máli. 

Kannski ertu forvitinn um þinn stað í alheiminum eða hvernig jörðin mun líta út árið 2050. Kannski vantar þig sögur úr menningu þinni, veltir fyrir þér stórum tilfinningum eða ímyndar þér ævintýri með persónum sem líkjast þér? Við skulum deila hugmyndum um sögur og efni sem við vildum að við gætum lesið um og kanna þessar þær með því að búa til litlar bækur sem þú getur tekið með þér heim. 

Fullorðnir og börn: Þið takið með ykkur  spurningarnar ykkar, hugmyndir og ímyndunarafl, efniviður og snarl verður á staðnum.

Þátttaka er ókeypis eins og alltaf og öll eru velkomin.  

Viðburðurinn á Facebook