cartoons from brazen

Um þennan viðburð

Tími
19:30 - 21:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir

UPPBÓKAÐ Bókakaffi | Gleymdar konur sögunnar

Miðvikudagur 27. janúar 2021

Viðburðurinn er fullbókaður en er streymt í beinni útsendingu á Facebooksíðu Borgarbókasafnsins.

Skráning hér fyrir neðan. Sóttvarnarreglum er fylgt í hvívetna. 

Hvaða kvenna samtímans mun framtíðin minnast? Munu sögubækur framtíðarinnar vera öðruvísi en þær sem við lesum í dag, þegar kemur að afrekum kvenna?
Hvað gerir fólk minnisvert? Hvers vegna er afreka karla fremur minnst en kvenna? Hver skrifar söguna og hvernig getum við tekið ábyrgð í ferlinu?

Við bjóðum ykkur á Bókakaffi þar sem við veltum meðal annars fyrir okkur þessum spurningum ásamt þeim Erlu Huldu Halldórsdóttur, Þóru Hjörleifsdóttur og Nínu Björk Jónsdóttur

Við hefjum kvöldið á að heiðra minningu fimm gleymra kvenna með 5 stuttmyndir úr Brazen-seríunni, eftir Pénélope Bagieu í leikstjórn Mai Nguyen og Charlotte Cambon, áður en umræður hefjast.

Þessi viðburður er hluti af dagskrá sem unnin var með Franska sendiráðinu og Alliance Française í Reykjavík með stuðningi frá UNESCO Bókmenntaborginni Reykjavík.

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:
Martyna Karolina Daniel, Sérfræðingur - Fjölmenningarmál 

martyna.karolina.daniel@reykjavik.is

Bækur og annað efni