Dalslaug
Dalslaug

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 22:00
Verð
Frítt
Hópur
Fyrir öll
Bókmenntir
Börn
Föndur

Sundlauganótt í Dalslaug

Fimmtudagur 1. febrúar 2024

Í tilefni Sundlauganætur sem er hluti af dagskrá Vetrarhátíðar Reykjavíkurborgar verður lifandi stemmning milli kl. 17 og 22 í Miðdal, sem hýsir Borgarbókasafnið í Úlfarsárdal, Dalslaug og Dalskóla.

 

Borgarbókasafnið Úlfarsárdal

Opin föndursmiðja – Smiðjan

17:00-19:00. Gestir geta sest niður og föndrað saman. Skapandi og notaleg samverustund. Efniviður á staðnum.

Pappírsbrot, bátar, bókamerki

 

Fjölskyldujóga – Miðgarði

17:00-18:00. Jógastund fyrir fjölskyldur eða fullorðinn og barn/börn sem vilja hreyfa sig saman og eiga saman gæðastund í gegnum leik, nánd og hreyfingu. Þátttakendur fara í gegnum jógastöður, gera öndunaræfingar, bregða á leik og enda á ljúfri slökun ásamt Önnu Rós Lárusdóttur, höfundi bókarinnar Jógastundar, sem leiðir tímann. Skráning er ekki nauðsynleg en þau sem eiga jógadýnur mega endilega hafa þær meðferðis.

Anna Rós Lárusdóttir jógakennari til vinstri, fjölskylda í jóga til hægriAnna Rós Lárusdóttir, rithöfundur og jógakennari

 

Dalslaug

Frítt í sund – Úti og innilaug

17:00 – 22:00. Öll velkomin í sund, engin aðgangseyrir. Skemmtileg og hressandi afþreying.

 

Tal og tónar undir vatnsborðinu – Innilaug

17:00 – 22:00. Hlustaðu á leikandi létta tóna í bland við stutt brot úr upplestri rithöfunda í innisundlauginni. Hljóðverkin eru spiluð í gegnum sérstaka hátalara og eru aðeins greinanleg undir yfirborði laugarinnar. Róandi og forvitnilegt í senn. Flothettur á staðnum.

 

Hrynjandi og heitir pottar – Útilaug

17:00 – 22:00. Skemmtileg tónlist sem gleður og nóg af heitu vatni.  Teiti fyrir líkama og sál.

Sundlaugin Dalslaug

 

Viðburður á Facebook.

 

Nánari upplýsingar veitir:
Stella Sif Jónsdóttir | Viðburðir
stella.sif.jonsdottir@reykjavik.is 

Bækur og annað efni