Sögustund | Öll í sparigallann / Storytime | All dressed up

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 14:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
4-9 ára
Bókmenntir
Börn
Föndur

Sögustund | Öll í sparigallann

Laugardagur 2. desember 2023

Staðsetning: 2. hæð

Í þessari sögustund fögnum við sögupersónum sem eru sannar sjálfum sér, hugmyndaríkar og útsjónarsamar þegar kemur að klæðnaði. Kjóll úr gróðri, sérhönnuð stjörnujakkaföt… Hvað næst? Við hvetjum gesti til að mæta í þeim sparifötum sem þeim líður best í.

Tvær frábærar bækur voru sérvaldar fyrir þemað. Lesin verður íslensk þýðing á the Spectacular suit eftir Kat Patrick, þar sem söguhetjan finnur ómögulega réttu fötin fyrir afmælið sitt þar til henni dreymir upp ný jakkaföt. Einnig verður lesin Júlían í brúðkaupinu eftir Jessicu Love, þar sem við fylgjum brúðkaupsgestunum og félögunum Júlían og Marísól eftir. Sköpunargleðin leikur lausum hala þegar Marísól vantar hrein föt í miðri veislu.

Myndefni úr ævintýrum Júlíans og Marísólar hefur svo stokkið úr bókinni og yfir á sérgerðan ljósmyndabakgrunn, þar sem börnum og fjölskyldum þeirra býðst að taka myndir af sér með því að nota eigin síma eða myndavél. Tilvalið tækifæri fyrir fjölskyldumynd eða efni í jólakortið.

Sjá viðburð á Facebook hér.

Nánari upplýsingar veitir:

Bára Bjarnadóttir, sérfræðingur
bara.bjarnadottir@reykjavik.is | 411 6100