Um þennan viðburð
Lesfriður
Öll langar okkur vafalaust til að lesa meira. Reyndin er sú að lesturinn verður oft útundan og víkur fyrir öðrum „mikilvægari“ hlutum eða það gefst einfaldlega ekki næði heima fyrir til að lesa.
Hvernig væri nú að taka frá ákveðinn tíma í viku til lesturs? Svona eins og að fara í ræktina?
Borgarbókasafnið Sólheimum býður áhugasömum lesunnendum í Lesfrið þar sem næði gefst til að lesa í einrúmi, en á sama tíma í félagsskap annarra, eina kvöldstund í viku. Hver og einn lesandi mætir með eigið lesefni eða velur sér bók af safninu. Markmiðið er einungis að gefa sér tíma til að auðga andann með lestri skáldsagna, fræðibóka eða annarra texta.
Lesfriðurinn er öll miðvikudagskvöld frá kl. 19:30-21:30.
Velkomin í Lesfriðinn!
Nánari upplýsingar veitir:
Guðríður Sigurbjörnsdóttir, deildarstjóri
gudridur.sigurbjornsdottir@reykjavik.is | 411 6160