Lestarkósí - Skrímslin vakna

Um þennan viðburð

Tími
14:30 - 15:30
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Aldur
9-12 ára
Bókmenntir
Börn
Föndur

Klúbbur | Lestrarkósí 9-12 ára

Miðvikudagur 24. janúar 2024

In English

Bókaklúbbur fyrir dundara í hlýlegu umhverfi

Komdu og kynnstu ævintýraheimi bókanna í notalegri stemningu með lestri, spjalli, grúski og föndri. Í bókaklúbbnum leggjum við mikla áherslu á notalegheit og byrjar hver klúbbur á nestisstund meðan börnin hlusta á kafla dagsins og í framhaldinu föndrum við eitthvað skemmtilegt sem tengist efni bókarinnar. Klúbburinn hentar bæði lestrarhestum og þeim sem finnst notalegt að láta lesa fyrir sig.

Skráning fer fram á sumar.vala.is


Á vorönn 2024 ætlum við að stökkva 200 ár fram í tímann í spennusögunni Skrímslin vakna eftir Evu Rún Þorsteinsdóttur. 
Kata er ákveðin að stjúka að heiman. Við undirbúning flóttans rekst hún á furðulega veru og þá breytast öll hennar plön! Skyndilega er hún lent í hættulegri  atburðarrás og kynnist undarlegum heimi sem hún vissi ekki að væri til. 

Við hittumst 7 sinnum á önninni: 
24. jan., 7. feb., 21. feb., 6. mars. 20. mars., 10. apríl og 24. apríl.

Viðburður á Facebook

Leiðbeinandi er:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411-6146

 

Merki