Húslestur með Bergþóru og Braga Páli

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

Húslestur | Bergþóra og Bragi Páll

Miðvikudagur 20. janúar 2021

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna.
Skráningarform fyrir þennan viðburð má finna neðar á síðunni. 

Sjá nánar HÉR.

•    Staðsetning viðburðar: Salurinn Berg, á efri hæð
•    Hámarksfjöldi gesta:
 20 manns
•    Kaffihúsið er opið til kl 20 og gestir því hvattir til að kaupa sér veitingar fyrir viðburðinn. 

Á húslestrum Borgarbókasafnsins fáum við að kynnast eftirlætistextum rithöfunda, grúskara og bókabéusa, sem heimsækja okkur einu sinni í mánuði. Að þessu sinni koma þau Bergþóra Snæbjörnsdóttir og Bragi Páll Sigurðsson og lesa fyrir okkur brot hvaðanæva að og deila með okkur töfrunum sem búa í hinu ritaða orði. Bergþóra og Bragi Páll eru bæði rithöfundar en auk þess hjón; húsmóðir og sjómaður.  

Frítt er inn og við hvetjum fólk til að taka með sér handavinnuna, slökkva á snjalltækjunum og njóta þess að dvelja í augnablikinu. 

Viðburðurinn á Facebook

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is
 

Bækur og annað efni