Barnabókaball
Barnabókaball

Um þennan viðburð

Tími
13:30 - 15:00
Verð
Frítt
Hópur
Börn
Bókmenntir
Börn
Tónlist

FRESTAÐ Krakkahelgar | Barnabókaball

Sunnudagur 29. nóvember 2020

Vinsamlegast athugið að þessum viðburði er frestað til 13. desember n.k.

Skráning er á allflesta viðburði Borgarbókasafnsins og er sóttvarnarreglum fylgt í hvívetna. 

Sjá nánar HÉR.

Staðsetning: Torgið, 1. hæð

Það verður hátíðlegt í Grófinni þegar við höldum okkar árlega barnabókaball. Ballið byrjar á því að barnabókahöfundar koma og lesa upp úr bókum sínum í notalegri kaffihúsastemningu á Torginu og barnabókaverðir bjóða gestum upp á heitt kakó og piparkökur. Eftir huggulega kakó- og barnabókastund koma hressir og kátir jólasveinar og skemmta börnunum ásamt Guðna Franzsyni píanóleikara.
Hægt er að panta borð hér fyrir neðan. Hámarksfjöldi á borði: 6 manns.

Dagskrá:
• Fyrsti gluggi jóladagatals Borgarbókasafns opnaður og við fáum að sjá fyrstu myndina að heyra fyrsta kaflan í sögunni Norin í eldhúsinu eftir Tómas Zoëga og Sólrúnu Ylfu Ingimarsdóttur
• Barnabókahöfundar lesa upp úr nýju bókum
• Jólasveinar mæta á svæðið og syngja og skemmta ásamt Guðna Franzsyni

 

Nánari upplýsingar veitir:
Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir, verkefnastjóri barna- og unglingastarfs
ingibjorg.osp.ottarsdottir@reykjavik.is | 411 6100