Auður Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson ræða ævisögur og skáldskap

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Staður
Hlaðvarp Borgarbókasafnsin
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Fræðsla
Spjall og umræður

FRESTAÐ Bókakaffi í hlaðvarpinu | Örlög

Miðvikudagur 2. desember 2020

Vinsamlegast athugið að bókakaffinu verður frestað til 15. janúar n.k.

Er hin hefðbundna ævisaga að líða undir lok og skáldævisagan tekin við? Eða eru þær tvær hliðar á sama teningnum? Auður Jónsdóttir og Pétur Gunnarsson ræða raunverulegar lygar og lygilegan raunveruleik við Einar Kára Jóhannsson í Hlaðvarpi Borgarbókasafnsins.

Auður Jónsdóttir hefur leikið sér með skáldævisöguna á margvíslegan máta í bókum sínum. Fjölskyldusaga hennar aftur í ættliði fléttast saman við fleiri þræði svo mörk skáldskaparins og sannleikans eru óljós. Í nýjustu bók sinni Tilfinningabyltingunni veltir hún svo fyrir sér örlagaríkum ákvörðunum í eigin lífi.

Pétur Gunnarsson hefur einnig skrifað minningabækur sem dansa á þessum mörkum skáldskapar og heimilda. Hann dregur fram andrúmsloft samfélagsins í endurminningum sínum, en einnig í ævisögum annarra, svo sem Þroskasögu Þórbergs Þórðarsonar sem hann vann út frá heimildum.

Bæði hafa svo velt fyrir sér skriftum og ritstörfum, leitinni að sögum og frásagnarþörfinni. Líklegra er auðveldara að leika sér með eigin sannleika, eigin sögu, heldur en annarra. En sögur okkar fléttast jú saman, svo þessi leikur getur orðið vandasamur. Í síðustu bók sinni, HKL ástarsaga, fléttaði Pétur Gunnarsson sjálfan sig inn í ævisögu ungs Halldórs Laxness – sögu sem sannarlega fléttast saman við sögu Auðar Jónsdóttur.

Nánari upplýsingar veitir:

Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri bókmennta
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is

Bækur og annað efni