Arndís Þórarinsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson ræða bækur
Arndís Þórarinsdóttir og Ragnar Helgi Ólafsson ræða bækur

Um þennan viðburð

Tími
20:00 - 21:30
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Kaffistundir
Spjall og umræður

Bókakaffi | Ástríða fyrir bókum

Miðvikudagur 27. október 2021

Hvaða bækur eru ómetanlegar og hvaða bækur má grisja? Hvers vegna er svona erfitt að henda bókum?

Ragnar Helgi Ólafsson, rithöfundur og myndlistarmaður, stóð frammi fyrir flóknu verkefni þegar faðir hans lést, fyrir utan sorgarferlið sjálft, nefnilega að grisja bækurnar hans. Í Bókasafni föður míns fjallar hann um þessi ferli samtvinnast. 

Arndís Þórarinsdóttir, rithöfundur, fjallar um hið gagnstæða – nefnilega varðveislu handrita – í nýrri bók sinni Bál tímans. Þar mælir sjálf Möðruvallabók og segir sögu sína, sem spannar langan tíma. 

Á bókakaffinu setjast þau Ragnar Helgi og Arndís niður og ræða tilurð bóka sinna, rannsóknarferlið og eigin ástríðu fyrir bókum. Hvenær er komið nóg? Hvenær er komið of mikið? Bókabúðir, bókasöfn, bækur af internetinu. Ljóð um bækur, lestrarupplifunin. Kiljur og innbundnar bækur, upprunalega útgáfan eða endurprentun. Og gjörðin að brenna bækur sem seljast ekki á útgáfudegi...

 

Umræðurnar spretta upp úr undirbúningi sýningarinnar Þín eigin bókasafnsráðgáta sem stendur yfir í Gerðubergi. Efniviður hennar var bækur sem annars hefðu farið á haugana. 

Frekari upplýsingar veitir:
Halla Þórlaug Óskarsdóttir, verkefnastjóri
halla.thorlaug.oskarsdottir@reykjavik.is