NaNoWriMo writer web badge 2019

Um þennan viðburð

Tími
17:00 - 19:00
Verð
Frítt
Hópur
Fullorðnir
Bókmenntir
Spjall og umræður
Velkomin

NaNoWriMo kynningarfundur

Fimmtudagur 24. október 2019

Það er sá tími ársins! Dagarnir styttast og hann er farinn að kólna úti, sem þýðir bara eitt: Að rithöfundar og skúffuskáld víða um heim eru að setja sig í stellingar fyrir heilan mánuð af látlausum skrifum NaNoWriMo, National Novel Writing Month.

Áður en skrifæðið hefst munum við þjófstarta herlegheitunum með kynningarfundi í Borgarbókasafninu Grófinni. Það skiptir ekki máli hvort þú sért nú þegar með hugmynd í kollinum að verkefni, enn að velta fyrir þér valmöguleikunum, eða sért kannski með söguþráðinn allan útpældan og tilbúinn – við viljum sjá þig fimmtudaginn 24. október á 1. hæð í Grófinni. Veitum hvert öðru innblástur og njótum dagsins saman. Athugið að búist er við að samskiptin verði aðallega á ensku á fyrsta fundinum, þótt ykkur sé auðvitað velkomið að skrifa á íslensku!

Það verður heitt á könnunni og í boði verða hjálparpakkar fyrir þátttakendur (meðan birgðir endast). Við kynnum NaNoWriMo hugmyndina og förum yfir leiðir til að skrifa 50.000 orð á einum mánuði. Við hvetjum þátttakendur til að spyrja spurninga og taka þátt í umræðunni.

Staðsetning: 1. hæð, Borgarbókasafnið Grófinni
 

Info in English on Facebook

More info:
Barbara Guðnadóttir,
barbara.gudnadottir@reykjavik.is

Simone Schreiber,
umsjónarmaður NoNoWriMo á Íslandi,
snuuuke@gmail.com