Fundarherbergi og hlaðvarps- og margmiðlunarrými Úlfarsárdal
Skemman | Hlaðvarps- og margmiðlunaraðstaða
Skemman er fullbúið hlaðvarpsstúdíó og margmiðlunaraðstaða í Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal.
Notendur bókasafnsins geta bókað Skemmuna og notað upptökubúnað safnins til að taka upp hlaðvarp sér að kostnaðarlausu. Í Skemmunni er einnig að finna þrífót fyrir farsíma, grænan bakgrunn fyrir upptökur og LED stúdíó ljós.
Í bókunarforminu hér fyrir neðan er hægt að bóka tíma í Skemmunni
- Skemman er opin frá 10-18 alla virka daga.
- Notendum er frjálst að bóka allt að fjórar klukkustundir í senn, mest tvisvar í viku.
- Notendur þurfa að hafa gilt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu til að nýta sér aðstöðuna.
(Ef þú vilt athuga hvort kortið þitt sé í gildi getur þú skráð þig inn á „Mínar síður“ hér efst á síðunni. Ef kortið er útrunnið verður þér boðið að endurnýja gildistímann.)
Tæknilegar upplýsingar um hlaðvarpsbúnað
Í hlaðvarpsaðstöðunni í Úlfarsárdal býðst fólki að taka upp allt að þrjá viðmælendur í senn, hver með sinn hljóðnema. Hægt er að tengja síma eða önnur snjalltæki við RØDECaster Pro II upptökutækið í gegnum Bluetooth og er þá hægt að spila hljóðbrot beint af þeim tækjum. Einnig er hægt að tengja tölvu í gegnum USB-C tengi og spila hljóð af henni.
Í hlaðvarpsaðstöðunni í Úlfarsárdal er að finna:
- RØDECaster Pro II upptökutæki
- Þrír Shure SM58 hljóðnemar
- Þrjú heyrnartól
Hljóðverið í Úlfarsárdal
Á Borgarbókasafninu í Úlfarsárdal er einnig að finna fullbúið hljóðver en þar býðst fólki aðgangur að tölvu og hátölurum sem hægt er að nýta til eftirvinnslu.
Smiðjan | Fundar- og námskeiðarými
Smiðjan er rými þar sem við bjóðum upp á minni námskeið, smiðjur og fræðsluerindi fyrir börn, unglinga og fullorðna og notendur geta lært saman eða bókað fyrir fundi. Í Smiðjunni er vaskur og stór skjár og hægt er að stækka rýmið með því að opna fram í aðalrýmið eða inn í tölvuverið.
Nánari upplýsingar veitir:
Þorgrímur Þorsteinsson
Netfang: thorgrimur.thorsteinsson@reykjavik.is