Hljóðver og æfingarými Úlfarsárdal

Hljóðverið í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal

Við bjóðum upp á fullbúið hljóðver og æfingarými í Borgarbókasafninu Úlfarsárdal.

Notendur bókasafnsins geta bókað hljóðverið og notað upptökubúnað safnins ásamt starfsmanni á staðnum til að taka upp og vinna tónlist þeim að kostnaðarlausu.
Þá er einnig hægt að bóka æfingarýmið eitt og sér, þá fylgir starfsmaður ekki með og ekki hægt að taka upp.

 • Hljóðverið er opið mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá 15:00 til 19:00.
 • Æfingarýmið er opið fimmtudaga og föstudaga frá kl. 15:00 til 18:00.
 • Notendur þurfa að hafa gilt bókasafnskort hjá Borgarbókasafninu

(Ef þú vilt athuga hvort kortið þitt sé í gildi getur þú skráð þig inn á „Mínar síður“ hér efst á síðunni. Ef kortið er útrunnið verður þér boðið að endurnýja gildistímann.)

  Tæknilegar upplýsingar

  Í æfingarýminu má finna gítar, bassa og trommur.

  Í hljóðverinu býðst fólki að taka upp og vinna tónlist. Hægt er að taka upp margra manna hljómsveit eða bara vinna upp á eigin spýtur. Allar helstu græjur eru til staðar. Þar á meðal gítar, bassi, trommur, hljómborð, hljóðnemar og hljóðvinnsluforrit.

  Í hljóðverinu er meðal annars að finna:

  • Macmini með Logic Pro X, Fabfilter FX bundle, Izotope Elements og Arturia Analog Lab
  • Apogee Ensemble hljóðkort
  • Yamaha HS7 hátalara og Yamaha HS 8S bassabox
  • Beyerdynamic DT1770 PRO heyrnartól
  • Behringer PolyD hljómgervill og Arturia KeyLab 88 MIDI hljómborð
  • Fender Stratocaster og Fender P Bass
  • Yamaha Stage Custom trommusett með Dream diskum
  • Úrval af hljóðnemum. Þar á meðal RODE NT2, Sennheiser MD-421, Slate ML 2

   

  Skólaheimsókn í Hljóðverið

  Borgarbókasafnið Úlfarsárdal býður hópa á leik- og grunnskólaaldri velkomna í heimsókn í hljóðver safnsins. „Hljóðverið“ er fullbúið upptökustúdíó þar sem hóparnir geta skyggnst bak við tjöldin og fengið nánari innsýn í það hvernig tónlist og tal eru tekin upp.

  Eftir stutta kynningu á því hvernig hljóðver virka stendur hópunum til boða að taka upp eigið efni með aðstoð tæknimanns af safninu. Hægt að taka upp tónlist, söng, upplestur, hlaðvörp eða bara hvað sem hópunum dettur í hug. 

  Umsjón með Hljóðveri og æfingarými

  Haraldur Ernir Haraldsson
  Netfang: haraldur.ernir.haraldsson@reykjavik.is

  Þorgrímur Þorsteinsson
  Netfang: thorgrimur.thorsteinsson@reykjavik.is

  Bóka tíma í hljóðveri eða æfingarými