Smiðjan og Fjölsmiðjan Úlfarsárdal

Fjölsmiðjan

Frítt aðgengi er að tölvunum í Fjölsmiðjunni, þar eru tölvuleikjatölvur þar sem hægt er að spila vinsælustu tölvuleikina með vinunum eða í einrúmi.  Leikjatölvurnar eru í boði frá klukkan 15:00 til 18:00. 

Einnig er boðið upp á fjölbreytt námskeið og opna aðstoðartíma fyrir börn, unglinga og fullorðna.

Smiðjan

Smiðjan er rými þar sem við bjóðum upp á minni námskeið, smiðjur og fræðsluerindi og notendur geta lært saman eða bókað fyrir fundi. Í Smiðjunni er vaskur og stór skjár og hægt er að stækka rýmið með því að opna fram í aðalrýmið eða inn í tölvuverið.

Hægt verður að bóka tíma á heimasíðu safnsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
unnar.geir.unnarsson@reykjavik.is | 411 6270