Fá íslensk skáldverk hafa náð annarri eins hylli hjá þjóðinni og Piltur og stúlka. Þessi rómantíska saga með raunsæisblæ er sprottin úr rammíslenskum veruleika og náðu persónur hennar þvílíkum tökum á landsmönnum að þær lifa sumar hverjar enn góðu lífi í hugum manna – hver þekkir t.a.m. ekki Gróu á Leiti. (Heimild: Bókatíðindi)
Efnisorð
Íslenskar bókmenntir Skáldsögur