• Bók

Borgir og eyðimerkur : skáldsaga um Kristmann Guðmundsson

Höfuðpersónan í skáldsögunni Borgir og eyðimerkur er Kristmann Guðmundsson rithöfundur. Verkið gerist á einum degi í lífi skáldsins árið 1964. Kristmann ákveður að mæta ekki í réttarsal þar sem standa yfir réttarhöld vegna meiðyrðamáls hans gegn Thor Vilhjálmssyni. Þess í stað heldur Kristmann til Hveragerðis og reynir að endurmeta eigið líf, einkum þann andbyr sem hann telur sig hafa orðið fyrir á Íslandi eftir glæstan rithöfundarferil í Noregi. (Heimild: Bókatíðindi)
Gefa einkunn