Fáar skáldsögur hafa notið slíkra vinsælda og saga hermannsins frá Prag sem snýr svo rækilega upp á herforingja og styrjaldarbrölt þeirra með glópaláni sínu og kænsku að þeim liggur við örvæntingu á vígvöllunum. Sagan kom fyrst út í íslenskri þýðingu fyrir sextíu árum. Hún er eitt frumlegasta og fyndnasta verk heimsbókmenntanna, leiftrandi ádeila á styrjaldir, rangsleitni og blekkingu, þar sem höfundur dregur þjóðrembu og hermennskudýrð sundur og saman í háði. (Heimild: Bókatíðindi)