Lesandinn | Elsa Björg Magnúsdóttir
Heimspekingurinn Elsa Björg Magnúsdóttir er lesandi vikunnar hjá okkur og mælir með Óvíd í Kóvíd:
„Bók Publiusar Ovidiusar Naso er fjársjóðskista. Hún er hlaðin sögum af ótrúlegum ævintýrum ódauðlegra goðsagna.
Þýðing Kristjáns Árnasonar er þrekvirki út af fyrir sig og er unun að ferðast um ævintýraheima Óvíds á svo kynngimagnaðri íslensku.
Mér þykir vænt um þessa bók og hef hana ávallt í seilingarfjarlægð.“
Elsa Björg er góðvinur Borgarbókasafnsins en hún var gestur Gunnars Hersveins í Heimspekikaffi á síðasta ári.
Materials