Ilmur Dögg er lesandi vikunnar!

Ilmur Dögg Gísladóttir deildarstjóri í Gerðubergi er lesandi vikunnar hjá okkur! 
Hún mælir með bókinni Eva Luna eftir rithöfundinn Isabel Allende: 
"Ég uppgötvaði Isabel Allende þegar ég var unglingur og varð strax algjörlega heilluð af sagnaheiminum hennar. Fyrsta bókin sem ég las eftir hana var Hús andanna en Eva Luna situr alltaf í mér sem persóna. Ég mæli með bókum Allende í sumarfríið enda eru þær allar ævintýralegar og töfrandi."

 

Materials