Skaði

Lesandinn | Skaði Þórðardóttir

Skaði Þórðardóttir, tónlistarkona, er lesandi okkar þessa vikuna. Tónlistin hennar byggir á dansskotnu techno-poppi en hún sækir innblástur úr ýmsum áttum og mælir sérstaklega með níundu Sinfóníu Beethovens, sem hafði afgerandi áhrif á hana:

„Á unglingsárunum opnaðist heimur klassískrar tónlistar fyrir mér og man ég ennþá eftir því þegar ég hlustaði fyrst á níundu sinfóníu Beethovens. Ég var að mála Warhammer fígúru (já, ég er nörd). Ég algerlega sökk inn í einhvern annan heim með tónlist þar sem fígúrurnar lifnuðu við. Tónlistin hafði opnað nýja vídd í ímyndunaraflinu og ég var bara komin út úr efnisheiminum og inn í mínu eigin veröld. Þegar lokakaflinn, óðurinn til gleðinnar, byrjaði voru hughrifin svo sterk að tíminn stoppaði og það var eins og ég tengdist einhverju æðra. Einhverju sem ekki er hægt að útskýra, heldur bara upplifa.“

Flokkur
UppfærtFöstudagur, 4. júní, 2021 13:11
Materials